Vortilboð
Allt að 20% afsláttur með kóðanum "VOR2024" þegar þú gistir í apríl eða maí
Apotek Hotel
Glæsilegt 4 stjörnu boutique hótel með stóra sál í hjarta Reykjavíkur. Staðsett í sögufrægu stórhýsi Reykjavíkurapóteks eftir Guðjón Samúelsson. Höggmyndir Guðmundar frá Miðdal sýna augljósan stórhug húsbyggjandans.
Ókeypis aðgangur að heilsulind á Hótel Borg með vortilboðinu.
Hotel Borg
Á Borginni hverfast saman framúrskarandi þjónusta, fullkomin staðsetning og aðstaða sem er í senn þægileg og virðuleg. Að gista á Hótel Borg er upplifun sem þú gleymir seint.
Ókeypis aðgangur að heilsulind á Hótel Borg með vortilboðinu.
Sand Hotel
Sand Hótel er 78 herbergja lúxushótel sem er staðsett í hjarta miðborgarinnar við Laugaveg. Afslappað andrúmsloft og tímalaus hönnun gera hótelið að eftirsóknaverðum dvalarstað auk þess sem iðandi mannlíf og menning miðborgarinnar er rétt handan við hornið.
Skuggi Hotel
Hér mætast tímalaus þægindi og hlýjar móttökur á besta stað í Reykjavík. Áreynslulaus hönnun og fallegar myndir, líflegur bar og frábær staðsetning.
Storm Hotel
Aðgengilegt og stílhreint hótel á fullkomnum stað fyrir ferðalanga sem vilja fara á milli iðandi miðborgarinnar og annarra borgarhluta. Íslensk náttúra nýtur sín í nútímalegri hönnun.
Reykjavík Lights
Áfangastaður sem upphefur fornar árstíðir á smekklegan máta. Aðgengileikinn er í fyrirrúmi, enda auðvelt að leggja á einkastæðum hótelsins. Þú getur því lagst í rekkju áhyggjulaus og hlakkað til að vakna á nýjum degi.