Hótelin okkar

Keahotels er ein af stærstu hótel keðjum Íslands með hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík, Grímsnesi og Siglufirði.

Map of iceland

Koma

Select date

Brottför

Select date

Gestir og Valkostir

2 gestir
104 Herbergi
Morgunverður innifalinn
Veitingastaður og bar
Ráðstefnu– & fundaaðstaða
Þráðlaust net

Eitt af kennileitum höfuðstaðar Norðurlands, Hótel Kea, í hjarta Akureyrar. Vel staðsett og samtvinnað sögu síðustu áratuga skapar það fullkomið heimili fyrir ferðalanga á Norðurlandi.

Um okkur

Úrval herbergja

Hótel Kea býður upp á fjölbreytt úrval herbergja sem mæta mismunandi þörfum gesta og tryggja þægindi og afslöppun. Hvort sem gestir eru pör, ferðafélagar eða fjölskyldur, þá er hægt að finna hentugt herbergi með rúmgóðu hjónarúmi eða tveimur einstaklingsrúmum. Þau bjóða öll upp á nútímaleg þægindi, þar á meðal en-suite baðherbergi, minibar, Nespresso kaffivél, flatskjá og skrifborð.

Hægt er að sjá öll herbergin hér

Múlaberg & Terían Brasserie

Múlaberg leitast eftir fremsta megni að bjóða upp á fersk hráefni frá Norðurlandi og nærumhverfinu, alla daga vikunnar frá hádegi og fram á kvöld!

Bókaðu borð hér

Terían - Brasserie býður gestum upp á glænýja töfra, en um leið gamlan sjarma og góðan mat með nútímalegri og ferskri nálgun undir frönskum og ítölskum áhrifum.

Bókaðu borð hér

Staðsetning

Hótel Kea er staðsett í hjarta Akureyrar við rætur Akureyrarkirkju og enda göngugötunnar með útsýni yfir Pollinn. Stutt er í alla þjónustu og í miðbænum er úrval veitingastaða, kaffihúsa og verslana. Akureyri er fullkomin fyrir grunnbúðir þegar Norðurland er sótt heim. Helstu náttúruperlur landsins mynda perlufestar í allar áttir sem eru fullkomnar fyrir dagsferðir. Hálendið, ströndin, fossar, fljót og grösugar nágrannasveitir. Spennandi baðstaðir, flúðasiglingar, hvalaskoðun – vetrarævintýri. Maður hefur ekki skoðað Ísland hafi maður ekki heimsótt Norðurland.