Hótelin okkar

Keahotels er ein af stærstu hótel keðjum Íslands með hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík, Grímsnesi og Siglufirði.

Map of iceland

Koma

Select date

Brottför

Select date

Gestir og Valkostir

2 gestir
103
Morgunverður innifalinn
Ráðstefnu– & fundaaðstaða
Heitur pottur, sauna og heilsurækt
Ókeypis bílastæði
Þráðlaust net

Heimili ferðalanga mitt í stórbrotinni náttúru Suðurstrandarinnar. Hér mætir nútímalegur sjarmi kröftum náttúrunnar. Fullkomin staðsetning á ferð um Suðurland á milli hafs og jökuls.

Um okkur

Úrval herbergja

Hótel Katla býður upp á fjölbreytt úrval herbergja sem mætir mismunandi þörfum gesta og tryggir þeim þægindi og afslöppun. Herbergin eru útbúnin með rúmgóðum king size rúmum eða tveimur einstaklingsrúmum og þægindum. Öll herbergin eru með en-suite baðherbergi, fataskáp, hægindastól, flatskjá, stóll og skrifborði. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og gufubaði.

Skoðaðu öll herbergin hér

Veitingastaðurinn

Á Hótel Kötlu má finna huggulegan A la carte veitingastað sem hefur gott orð á sér fyrir matinn og þjónustuna. Veitingastaðurinn býður einnig upp á íslensk hráefni matreitt á klassíska vegu, og gestir geta notið þessar matarupplifunar með útsýni sem lætur engan ósnortinn.

Bar & setustofa

Hótel barinn okkar býður upp á afslappað andrúmsloft og fyrsta flokks þjónustu. Með fjölbreytt úrval af kokteilum, vínum og bjórum. Hann er fullkominn staður til að slaka á eftir annasaman dag eða njóta kvöldsins með vinum.

Hjá okkur er Happy Hour af völdu víni og bjór alla daga frá 16:00-18:00.

Staðsetning

Suðurströnd Íslands geymir margar af helstu náttúruperlum Íslands. Hótel Katla er því vel staðsett fyrir þá sem sækja Suðurland. Fossar, svartur sandur, jöklar og stórbrotin fjöll. Allt innan seilingar frá Vík í Mýrdal þar sem hótelið hvílir undir hlíðinni. Stutt er í Reynisfjöru, Jökulsárlón og fleiri náttúruperlur sem suðurlandið hefur upp á að bjóða.