Bókaðu á besta verðinu
JANÚAR ÚTSALA
Um okkur
Úrval herbergja
Við bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir herbergja sem bjóða upp á rúmgóð þægindi í hjarta borgarinnar. Öll herbergin okkar er útbúin öllum helstu nútíma þægindum, þar á meðal einkabaðherbergi með walk in sturtu, flatskjá og notalegu skrifborði.
Sjá öll herbergi hér
Bar & setustofa
Barinn okkar býður upp á afslappað andrúmsloft og fyrsta flokks þjónustu. Með fjölbreytt úrval af kokteilum, vínum og bjórum. Hann er fullkominn staður til að slaka á eftir annasaman dag eða njóta kvöldsins með vinum.
Hjá okkur er Happy Hour af völdu víni og bjór alla daga frá 16:00-19:00.
Staðsetning
Þú getur gengið í allar átti út frá hótelinu okkar. Bæði í miðbæinn og næsta nágrenni. Sem dæmi þá getur þú leigt rafskútu, fengið þér göngutúr að Sólfarinu, hoppað upp í strætó, nú eða farið í ferðir utan höfuðborgarinnar. Bláa lónið, Sky Lagoon, Gullfoss og Geysir, það eru jú endalausir möguleikar.
Íslenskt veðurfar
Þetta dramatíska nafn Storm endurspeglar þá staðreynd að þegar kemur að íslensku veðri þá er aldrei að vita hvað er í vændum. Allt frá endalausum sumarhimni, til rigningar eða skyndilegrar snjókomu, þetta er allt hluti af upplifuninni. Stundum á sama degi. Sem betur fer finnurðu hlýjar móttökur hjá okkur hvernig sem veðrið er. Við erum í rauninni skjól fyrir storminum.