Hótelið er staðsett í Grímsnesi við Gullna Hringinn í kjarri vöxnu landi á bökkum Sogsins með fagra fjallasýn allt um kring. Einstaklega friðsæll staður en samt aðeins 45 mínútna akstur frá Reykjavík.
Tilboð
Bóndadags tilboð
Um okkur
Úrval herbergja
Öll herbergi eru með aðgengi að heitum potti og verönd. Öll herbergi er vel búin með öllum þeim þægindum sem þörf er á. Hvort sem þú ert að leitast að notalegu herbergi, glæsilegri svítu eða heilu húsi, við tryggjum að þú finnir eitthvað sem uppfyllir allar þínar þarfir og væntingar.
Veitingastaður & Bar
Á hverjum morgni bjóðum við upp á innifalinn morgunverð með úrvali af réttum. Að auki bjóðum við upp á Happy Hour á hverjum degi frá klukkan 16:00 til 18:00. Komdu og upplifðu framúrskarandi veitingar og afslappað andrúmsloft.
Á veitingastað hótelsins með à la carte matseðli sem inniheldur fjölbreytta og vandaða matargerð. Á sumrin er hægt að setjast út á verönd og njóta með mat og drykk.
Upplifðu Deluxe
Við kynnum nýjustu viðbótina okkar á Hótel Grímsborgum: Deluxe herbergin. Herbergin eru mjög rúmgóð með einkaverönd, fallegu baðherbergi, auk þess fylgir hverju Deluxe herbergi aðgangur að sameiginlegu svæði með eldhúsi, borðstofu, notalegri stofu og heitum potti fyrir fullkomna slökun.
Viðburðir
Hvort sem um er að ræða fund, brúðkaup, veislu, árshátíð eða aðra sérstaka viðburði, bjóða fjölhæfu rýmin okkar upp á hinn fullkomna ramma fyrir þinn viðburð. Salirnir eru þrír og sá stærsti tekur allt að 200 manns í sæti. Allir salirnir eru allir bjartir með stórum gluggum, fallegu útsýni og hægt er að ganga út á verönd.
Leigðu Heilt Hús
Að leigja heilt hús býður upp á fullkomið næði. Þegar leigt er heilt hús færðu sér afnot að öllum herbergjum hússins, einnig af eldhúsi, borðstofu, stofu og heitum potti. Hvort sem þú ert að ferðast með fjölskyldu, vinum eða samstarfsfólki, gefur leigan á heilu húsi nægt rými fyrir alla til að slaka á.
Auk þess geturðu notið algerrar slökunar með þeim lúxus að hafa einkaverönd með heitum potti, fullkominn til að slaka á undir stjörnubjörtum himni.