Hótelin okkar

Keahotels er ein af stærstu hótel keðjum Íslands með hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík, Grímsnesi og Siglufirði.

Map of iceland

Koma

Select date

Brottför

Select date

Gestir og Valkostir

2 gestir

Hvað er BREEAM?

BREEAM er alþjóðlegt umhverfisvottunarkerfi sem á rætur sínar að rekja frá Bretlandi og stendur fyrir “Building Research Establishment Environmental Assessment Method”. Í grunninn er BREEAM umhverfismatskerfi sem hefur það að markmiði sínu að draga úr áhrifum mannvirkja á umhverfið. Til einföldunar: BREEAM er notað til þess að tilgreina og mæla sjálfbærnisframmistöðu bygginga. Notkun þessa ramma hjálpar okkur að uppfylla sjálfbærnismarkmið okkar og ná sem bestum árangri með tímanum.

Hvernig virkar BREEAM?

Þegar meta á frammistöðu mannvirkis notar BREEAM viðurkennda mælikvarða sem settir eru á móti staðfestum viðmiðum. Metin er forskrift byggingar, hönnun, bygginguna sjálfa og notkun hennar. Mælikvarðirnar sem notaðar eru tákna breitt úrval af flokkum og viðmiðum frá orku til vistfræði. Hver flokkur leggur áherslu á áhrifamestu þættina, þar á meðal minni kolefnislosun, hönnun með litlum áhrifum, aðlögun að loftslagsbreytingum, vistfræðilegt gildi og verndun líffræðilegs fjölbreytileika.

BREEAM kröfuramminn

BREEAM kröfuramminn horfir til þessara þátta:

Sjálfbærni

Samfélag

Efnahagur

Umhverfi


Samþætting sjálfbærniráðstafana á fyrsta mögulega stigi verkefnis með því að nota BREEAM kröfurammann gerir kleift að draga úr lífsferilskostnaði og aukningu á eignavirði, byggja upp notendaupplifun og heilsu, fyrirtækjaímynd og kröfur um samfélagsábyrgð og draga úr áhættu.