Bókaðu á besta verðinu hér
Við tryggjum
besta verðið
Hér mætast tímalaus þægindi og hlýjar móttökur á besta stað í Reykjavík. Áreynslulaus hönnun og fallegar myndir, líflegur bar og frábær staðsetning.
Um okkur
Úrval herbergja
Veldu úr fjórum þægilegum og glæsilegum herbergjategundum. Öll herbergin eru rúmgóð með nútímalegum þægindum, þar á meðal en-suite baðherbergi, flatskjá og skrifborði. Hvort sem þú ert að leita að einfaldleika eða auknu rými og þægindum, tryggir okkar úrval herbergja afslöppun og ánægju fyrir ferðalanga.
Sjá öll herbergi hér
Bar & setustofa
Hótelbarinn okkar býður upp á afslappað andrúmsloft og fyrsta flokks þjónustu. Með fjölbreytt úrval af kokteilum, vínum og bjórum. Hann er fullkominn staður til að slaka á eftir annasaman dag eða njóta kvöldsins með vinum.
Hjá okkur er Happy Hour af völdu víni og bjór alla daga frá 16:00-19:00.
Staðsetning
Skuggi Hótel er staðsett á frábærum stað á Hverfisgötu sem er í hjarta borgarinnar. Nálægt öllum helstu kennileitum. Fjölbreytt úrval veitingastaða, kaffihúsa og verslana í göngufjarlægð frá hótelinu. Með stuttum göngutúr geturðu upplifað allt það besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða.
Innblástur
Hótelið sækir innblástur sinn í verk Ragnars Axelssonar, einnig þekktur sem RAX, þar sem svarthvítar ljósmyndir hans skoða náttúru Íslands og líf þjóðarinnar. Þessar myndir, sem skreyta veggina og bækur á herbergjum hótelsins, skapa einstaka andrúmsloft.