Á Sigló Hótel kappkostum við að bjóða gestum okkar afslappandi umhverfi með klassískri og rómantískri hönnun. Hótelið er umvafið fallegu fjöllunum í kring og staðsett við smábátahöfnina. Njóttu þess að slappa af í þessu rólega litla griðarsvæði á Norðurlandi.
Tilboð og viðburðir
Gönguskíða námskeið
Um okkur
Úrval herbergja
Sigló Hótel býður upp á fjölbreytt úrval herbergja sem mæta mismunandi þörfum gesta og tryggja þægindi og afslöppun. Hvort sem gestir eru pör, ferðafélagar eða fjölskyldur, þá er hægt að finna hentugt herbergi með rúmgóðu hjónarúmi eða tveimur einstaklingsrúmum. Herbergin á hótelinu bjóða upp á fallegt útsýni yfir fjörðinn, höfnina eða fjallgarðinn. Öll herbergin eru með nútímalegum þægindum, þar á meðal en-suite baðherbergi með walk-in sturtu, flatskjá, fatahengi, skrifborði og stól.
Hægt er að skoða öll herbergi hér
Sunna veitingastaður
Sunna veitingastaður er staðsettur á Sigló Hótel og býður upp á einstakt útsýni yfir smábátahöfnina og löndunarbryggjuna. Veitingastaðurinn leggur sig fram við að skapa notalegt og afslappað umhverfi með klassísku og rómantísku yfirbragði.
Bókaðu borð hér
Staðsetning
Sigló Hótel er staðsett í hjarta Siglufjarðar, sem er þekkt fyrir fallega náttúru og ríka menningararfleið. Hótelið er í göngufæri við Síldarminjasafnið, sem gefur innsýn í merkilega sögu síldveiða og vinnslu á Íslandi. Í nágrenni við hótelið er fjöldi gönguleiða sem bjóða upp á stórbrotna náttúru og fallegt útsýni yfir fjörðinn og fjöllin.
Dekraðu við þig í afslappandi umhverfi
Njóttu þess að vera til í afslöppuðu umhverfi. Leyfðu þér að fara í heita pottinn í flæðarmálinu eða í heita gufu með útsýni yfir siglfirsku Alpana sem mynda fjallasal í kringum Siglufjörð. Þetta einstaka aðstaða býður upp á ógleymanlega upplifun þar sem þú getur slakað á og notið náttúrunnar í allri sinni dýrð.