Fundar og veislusalir á Sigló hótel
Sigló Hótel býður upp á þrjá glæsilega og vel útbúna sali sem henta fyrir fjölbreytta viðburði og samkomur. Hver salur er hannaður með þægindi og notalegheit í huga, þannig að gestir njóti sín sem best í fallegu og sögufrægu umhverfi Siglufjarðar.
Hvort sem um er að ræða formlegan fund, ráðstefnu, afmælisveislu eða rómantískt brúðkaup, þá tryggjum við persónulega og faglega þjónustu sem uppfyllir þarfir hvers hóps.

Sunnubraggi
Á Sigló Hótel er veislu- og fundarsalurinn Sunnubraggi sem tekur allt að 60 manns.

Bláa húsið
Bláa húsið hefur að geyma rúmgóðan og bjartan sal sem hentar einstaklega vel fyrir listasýningar, viðburði og veislur. Salurinn hentar afar vel fyrir 60-70 manna fundi eða ráðstefnur og er búinn fjögurra metra breiðu risatjaldi.

Rauðka- Stóri salurinn
Í norðurenda Kaffi Rauðku er glæsilegur veislu- og tónleikasalur og eru þar reglulega tónleikar, viðburðir, veislur og ráðstefnur allt árið um kring.

Hafðu samband
Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafðu samband við sales@keahotels.is