Jafnlaunastefna
Keahótel ehf. gæta fyllsta jafnréttis við ákvörðun launa og annarra starfskjara. Allt starfsfólk fær greidd jöfn laun og nýtur sömu starfskjara fyrir jafnverðmæt störf í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.
Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbinda Keahótel sig til að starfrækja vottað jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur ÍST 85 staðalsins með skuldbindingu um að:
- Viðhalda og bæta stöðugt stýringu jafnlaunamála
- Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem gilda á hverjum tíma og staðfesta hlítingu við lög
- Framkvæma innri úttektir á jafnlaunakerfi og halda rýni stjórnenda árlega
- Framkvæma launagreiningu að minnsta kosti árlega þar sem jafnverðmæt störf eru borin saman til að tryggja að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar. Helstu niðurstöður skulu kynntar fyrir starfsfólki
- Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugu eftirliti og umbótum þar sem þess er þörf
- Kynna jafnlaunastefnu fyrir starfsfólki og hafa hana aðgengilega almenningi
Jafnlaunastefnan er jafnframt hluti af launastefnu Keahótela
Samþykkt 22. júní 2022