

Salir fyrir öll tilefni
Viðburða salirnir
Hótel Grímsborgir er með gistingu fyrir 240 manns og glæsilega veislusali sem taka allt að 200 manns í sæti sem henta veislum og mannfögnuðum af öllum toga. Rómaðar veitingar, náttúrufegurð og hugguleg umgjörð hótelsins hjálpast að við að skapa fullkomna stemningu.
Tveir salir eru í aðalrými hótelsins sem taka allt að 200 manns í sæti samanlagt. Annar tilheyrir veitingastaðnum og hinn er í hliðarsal við veitingastað. Hægt er að skipta hliðarsal í 2 rými og setja vegg á milli fyrir minni veislur.
Þriðji og nýjasti salurinn er í sér byggingu sem og innheldur 10 svítur allar með sér heitum potti. Salurinn tekur allt að 60-70 manns í sæti og inniheldur bar og allan tækjabúnað sem þarf til að halda veislu. Salurinn er frábær kostur fyrir minni brúðkaup, afmæli eða aðrar veislur.

Fundir og ráðstefnur
Hótel Grímsborgir er með glæsilega aðstöðu og fyrsta flokks þjónustu fyrir hvers kyns fundi, kynningar, ráðstefnur eða viðburði.
Við bjóðum upp á glæsilega fundar- og veislusali sem hentar stórum jafnt sem minni hópum. Fjölbreyttir möguleikar eru á uppstillingu eftir viðburðum. Fundarkynnin eru búin öllum tækjabúnaði svo sem skjávarpa, tjaldi, hljóðkerfi og netaðgang.
Hægt er að fá ýmiss konar veitingar með í fundarpakka. Við sérsníðum pakka eftir stærð og þörfum viðskiptavina.
Fyrir frekari upplýsingar og bókanir hafið samband hér sales@keahotels.is

Árshátíðir
Hótel Grímsborgir hafa staðið fyrir óteljandi árshátíðum fyrir fyrirtæki af öllum stærðum. Hið einstaka andrúmsloft að vera fjarri venjulegu umhverfi lífgar upp á hópinn. Við sjáum um mat og drykk og þú kemur með orkuna og spennuna.
Fyrir frekari upplýsingar og bókanir hafið samband hér sales@keahotels.is

Brúðkaup
Það er vinsælt að gifta sig undir berum himni í fagurri náttúrunni og mæta svo til okkar á Hótel Grímsborgir til að halda upp á viðburðinn í fallegum veislusal. Allir salirnir eru allir bjartir með stórum gluggum, fallegu útsýni og hægt er að ganga út á verönd.
Starfsfólk okkar aðstoðar við allan undirbúning s.s. að panta brúðartertu, skreytingar á herbergjum og allt sem til þarf til að gera daginn ógleymanlegan.
Fyrir frekari upplýsingar og bókanir hafið samband hér sales@keahotels.is
