Hótelin okkar

Keahotels er ein af stærstu hótel keðjum Íslands með hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík, Grímsnesi og Siglufirði.

Map of iceland

Koma

Select date

Brottför

Select date

Gestir og Valkostir

2 gestir

FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA

Um okkur

Úrval herbergja

Á Reykjavíkur Lights Hotel finnur þú úrval herbergja sem uppfylla allar þarfir. Hvort sem þú þarft þægilegt Single Room fyrir einstaklingsdvöl, rúmgott Standard Room fyrir ferðafélaga eða Double Room with Mountain View með stórkostlegu útsýni yfir Esjuna og Laugardalinn, þá erum við með það sem hentar þér. Fyrir þá sem vilja meira rými og þægindi er Superior Room, sem býður upp á aukinn lúxus með stóru hjónarúmi og sófa. Öll herbergin eru með nútímalegum þægindum eins og en-suite baðherbergi, flatskjá og skrifborði. Njóttu einstakrar dvalar í hjarta Reykjavíkur þar sem þægindi eru í fyrirrúmi.

Sjá öll herbergi hér

Bar & setustofa

Barinn okkar býður upp á afslappað andrúmsloft og fyrsta flokks þjónustu. Með fjölbreytt úrval af kokteilum, vínum og bjórum. Hann er fullkominn staður til að slaka á eftir annasaman dag eða njóta kvöldsins með vinum.

Hjá okkur er Happy Hour af völdu víni og bjór alla daga frá 16:00-19:00.

Staðsetning

Reykjavík Lights Hotel er staðsett á Suðurlandsbraut, í nálægð við Laugardalinn. Hótelið er í göngufæri frá vinsælum afþreyingum líkt og Laugardalslaug, Laugardalshöll, og Húsdýragarðinum. Staðsetningin býður upp á frábært aðgengi að bæði afþreyingu og náttúru, sem gerir dvölina í Reykjavík enn ánægjulegri. Einnig er fjölbreytt úrval af veitingastöðum og verslunum í göngufjarlægð frá hótelinu.

Morgunverður

Morgunverðarhlaðborðið okkar býður upp á fjölbreytt úrval af ljúffengum réttum til að byrja daginn rétt. Njóttu nýbakaðs brauðs og sætabrauðs, og ferskra ávaxta sem gefa þér orku fyrir daginn. Við bjóðum einnig upp á úrval af jógúrt, morgunkorni, og safa, svo þú getir fundið eitthvað við þitt hæfi. Morgunverðarhlaðborðið er tilvalin leið til að byrja daginn á næringarríkan og bragðgóðan hátt.